Spurningar


Til að spurning birtist í töflunni þarf hún að uppfylla valin skilyrði úr hverjum flokki

Lagt fyrir í bekk


FyrirlagnarárSvör í mælaborði

Efnisflokkar

Gagnalind

Upplýsingar


Upplýsingar um spurningar til að sýna í töflu


Unnið er að því að vinna gögn úr öllum fyrirlögnum HBSC og ESPAD inn í samræmdan gagnagrunn ÍÆ. Þessi lýsigagnagrunnur geymir upplýsingar um þau gögn sem eru komin inn.Spurning:Almennt um gagnahreinsun

Þegar gagnalind er íslensk hrágögn eru aðeins þeir svarendur sem ekki svara til um aldur og kyn fjarlægðir úr gagnasafni.

Í bæði HBSC og ESPAD er gjarnan spurt um vímuefnanotkun og reykingar yfir ólík tímabil (æfi og undanfarna 30 daga í HBSC, æfi, undanfarna 12 mánuði og undanfarna 30 daga í ESPAD). Töluvert er um gagnagöt á þessum spurningum, væntanlega vegna þess að svarendur telja oft nóg að svara einni. Ef til dæmis svarandi segist aldrei hafa drukkið áfengi um æfina er hann í raun búinn að svara um áfengisnotkun undanfarna 12 mánuði og 30 daga.

Hér er fyllt í þessi gagnagöt með eftirfarandi hætti. Svörum er breytt í tvíkostasvör (já/nei). Síðan eru gagnagöt á lengir tímabilum fyllt upp með "já" ef notkun á styttri tímabilum er gefin til kynna. Þannig fær svarandi sem svaraði ekki um áfengisnotkun um æfi skráð svarið "já" ef hann segist hafa drukkið áfengi undanfarna 30 daga. Síðan er aftur farið í gegn um svör og "nei" sett í styttri tímabil ef svarandi hefur gefið til kynna enga notkun yfir lengra tímabil. Þannig fær til dæmis svarandi sem ekki svaraði til um drykkju undanfarna 30 daga en segist ekki hafa drukkið undanfarna 12 mánuði skráð svarið "nei" við áfengisdrykkju undanfarna 30 daga. Að lokum er samræmi svara athugað. Ef ósamræmi er í svörum fær svarandi skráð gagnagat á öllum atriðum. Til dæmis ef svarandi segist aldrei hafa drukkið áfengi um æfina en hafa drukkið áfengi síðustu 30 daga fær hann skráð gagnagat á öllum spurningum um áfengisdrykkju.Í þessu mælaborði er hægt að skoða svör úr könnunum sem falla undir Íslensku æskulýðsrannsóknina (ÍÆ) ásamt lýsigögnum um gögn í gagnagrunni rannsóknarinnar. Öll gögn sem nú eru í grunninum eru úr könnunum meðal grunnskólanema.

Mælaborðið er í smíðum. Til að byrja með verður mest áhersla lögð á að setja inn svör úr spurningum sem hafa verið notaðar í flestum eða öllum fyrirlögnum HBSC- og ESPAD-kannanna og/eða verða notaðar í grunnskólafyrirlögn 2022. Þá er stefnt að því að bjóða upp á samanburð við svör nemenda á öðrum Norðurlöndum auk valinna Evrópulanda. Svör úr grunnskólafyrirlögn 2022 verða aðgengileg í mælaborði innan tveggja vikna frá því að gögn berast frá síðasta skóla.

Í fyllingu tímans verða lýsigögn um allan gagnagrunn ÍÆ aðgengileg í mælaborðinu og hægt að skoða svör við flestum spurningum sem hafa verið lagðar fyrir í könnunum ÍÆ.

Umsjónarmenn mælaborðsins eru Hans Haraldsson (haha@hi.is) og Unnar Geirdal Arason (unnargeirdal@hi.is) verkefnisstjórar hjá Menntavísindastofnun Háskóla Íslands.Íslenska æskulýðsrannsóknin er rannsókn sem Háskóli Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Markmið verkefnisins er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun.

Menntavísindastofnun Háskóla Íslands er framkvæmdaraðili Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Undir hana falla nú tvær alþjóðlega rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið á Íslandi um árabil, fyrst við Háskólann á Akureyri og síðan við Háskóla Íslands. Annarsvegar er um að ræða Health Behaviour in School-aged Children (HBSC) könnun alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem framkvæmd hefur verið á Íslandi á fjögurra ára fresti frá 2006. Hin rannsóknin er evrópska vímuefnarannsóknin The European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD) sem einnig er framkvæmd á fjögurra ára fresti og hóf göngu sína 1995. Spurningar úr þeim könnunum mynda kjarnann í spurningalistum Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sem gerir niðurstöður samanburðarhæfar bæði yfir tíma og á milli landa.

Könnun Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar verður frá og með skólaárinu 2021-2022 lögð fyrir á hverju ári í grunnskólum, annað hvert ár í framhaldsskólum (hefst 2022-2023) og fjórða hvert ár verður framkvæmd símakönnun meðal ungs fólks utan skóla.