Spurningar


Til að spurning birtist í töflunni þarf hún að uppfylla valin skilyrði úr hverjum flokki

Lagt fyrir í bekk


Fyrirlagnarár



Svör í vefforiti

Efnisflokkar

Gagnalind

Upplýsingar


Upplýsingar um spurningar til að sýna í töflu





Unnið er að því að vinna gögn úr öllum fyrirlögnum HBSC og ESPAD inn í samræmdan gagnagrunn ÍÆ. Þessi lýsigagnagrunnur geymir upplýsingar um þau gögn sem eru komin inn.



Spurning:



Almennt um gagnahreinsun

Þegar gagnalind er íslensk hrágögn eru aðeins þeir svarendur sem ekki svara til um aldur og kyn fjarlægðir úr gagnasafni.

Í bæði HBSC og ESPAD er gjarnan spurt um vímuefnanotkun og reykingar yfir ólík tímabil (æfi og undanfarna 30 daga í HBSC, æfi, undanfarna 12 mánuði og undanfarna 30 daga í ESPAD). Töluvert er um gagnagöt á þessum spurningum, væntanlega vegna þess að svarendur telja oft nóg að svara einni. Ef til dæmis svarandi segist aldrei hafa drukkið áfengi um æfina er hann í raun búinn að svara um áfengisnotkun undanfarna 12 mánuði og 30 daga.

Hér er fyllt í þessi gagnagöt með eftirfarandi hætti. Svörum er breytt í tvíkostasvör (já/nei). Síðan eru gagnagöt á lengir tímabilum fyllt upp með "já" ef notkun á styttri tímabilum er gefin til kynna. Þannig fær svarandi sem svaraði ekki um áfengisnotkun um æfi skráð svarið "já" ef hann segist hafa drukkið áfengi undanfarna 30 daga. Síðan er aftur farið í gegn um svör og "nei" sett í styttri tímabil ef svarandi hefur gefið til kynna enga notkun yfir lengra tímabil. Þannig fær til dæmis svarandi sem ekki svaraði til um drykkju undanfarna 30 daga en segist ekki hafa drukkið undanfarna 12 mánuði skráð svarið "nei" við áfengisdrykkju undanfarna 30 daga. Að lokum er samræmi svara athugað. Ef ósamræmi er í svörum fær svarandi skráð gagnagat á öllum atriðum. Til dæmis ef svarandi segist aldrei hafa drukkið áfengi um æfina en hafa drukkið áfengi síðustu 30 daga fær hann skráð gagnagat á öllum spurningum um áfengisdrykkju.









Í þessu vefforiti er hægt að skoða svör úr könnunum sem falla undir Íslensku æskulýðsrannsóknina (ÍÆ) ásamt lýsigögnum um gögn í gagnagrunni rannsóknarinnar. Öll gögn sem nú eru í grunninum eru úr könnunum meðal grunnskólanema.

Vefforitið er í smíðum. Til að byrja með verður mest áhersla lögð á að setja inn svör úr spurningum sem hafa verið notaðar í flestum eða öllum fyrirlögnum HBSC- og ESPAD-kannanna og/eða voru notaðar í grunnskólafyrirlögn 2022.

Í fyllingu tímans verða lýsigögn um allan gagnagrunn ÍÆ aðgengileg í vefforritinu og hægt að skoða svör við flestum spurningum sem hafa verið lagðar fyrir í könnunum ÍÆ.

Umsjónarmenn vefforritisins eru Hans Haraldsson (haha@hi.is) og Unnar Geirdal Arason (unnargeirdal@hi.is) verkefnisstjórar hjá Menntavísindastofnun Háskóla Íslands.