Spurning:


Niðurstöður úr könnun meðal starfsmanna grunnskólaVeljið spurningu úr töflunni hér fyrir neðan. Niðurstöður birtast þá á flipunum.
Svör eru óvigtuð.
Spurning:


Niðurstöður úr könnun meðal starfsmanna grunnskólaVeljið spurningu úr töflunni hér fyrir neðan. Niðurstöður birtast þá á flipunum.
Hér er hægt að skoða svör frá skólastjórnendum sem eru vigtuð þannig að allir svarendur úr sama skóla hafa samtals vigtina 1. Allir skólar sem svar berst frá hafa því jafnt vægi burtséð frá því hversu margir skólastjórnendur í hverjum skóla svöruðu


Markhópur

Í markhópi könnunarinnar voru allir starfsmenn grunnskóla á Íslandi. Hér eru kynntar niðurstöður fyrir skólastjórnendur, kennara, sérkennara og leiðbeinendur. Niðurstöður fyrir aðra hópa verða kynntar annarstaðar.

Þátttakendur

Könnuinin er tölvupóstkönnun. Reynt var að sækja netföng á vefsíður allra grunnskóla á Íslandi sem voru með fleiri en 0 nemendur árið 2019 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Þeir skólar eru 170 talsins. Einn skóli var þó ekki með nein netföng starfsmanna skráð á vefsíðu og 12 vantaði á útsendilista vegna galla í hugbúnaði. Boð um þátttöku voru því send til starfsmanna í 157 grunnskólum. Könnunin var samtals send á 8597 netföng af vefsíðum íslenskra grunnskóla.

Tímasetning

Beiðni um þátttöku fyrst send út 27. apríl 2020 og ítrekuð fjórum sinnum (30. apríl, 7. maí, 13. maí og 20. maí). Ítrekanir voru aðeins sendar á netföng þeirra starfmanna sem ekki höfðu þegar svarað könnuninni.

Svarhlutföll


Fjöldi sem opnar könnun

1590 einstaklingar sem flokka sig sem kennara, sérkennara og leiðbeinendur og 175 einstaklingar sem flokka sig sem skólastjórnendur (skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra) opnuðu könnunina.

Hagstofan telur skólastjóra, aðstoðarskólastjóra, deildarstjóra, kennara og leiðbeinendur til starfsfólks við kennslu í grunnskólum. Ef við flokkum svarendur við þessari könnun eins og göngum út frá því að fjöldi starfsmanna á vorönn 2019 hafi verið sá sami og tölum Hagstofunnar fyrir árin 2018 eða 2019 fáum við svarhlutföll eins og koma fram í töflunni hér fyrir neðan:

Landshluti Fjöldi starfsmanna Fjöldi svara Svarhlutfall
Alls 5458 1829 33.5%
Höfuðborgarsvæði 3183 1004 31.5%
Suðurnes 414 134 32.4%
Vesturland 311 120 38.6%
Vestfirðir 143 27 18.9%
Norðurland vestra 135 58 43%
Norðurland eystra 503 192 38.2%
Austurland 267 99 37.1%
Suðurland 502 195 38.8%

Fjöldi starfsmanna við kennslu eftir skólum liggur ekki fyrir en fjöldi stöðugilda við kennslu (án skólastjórnenda) við opinbera skóla aðra en sérskóla eru til í skrám Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ef svörum kennara og leiðbeinenda frá skóla er deilt með fjölda stöðugilda fást tölur á bilinu 0.075 til 1.33 (miðgildi 0.35, fyrstu fjórðungsmörk 0.26, þriðju fjórðungsmörk 0.45). Tölur stærri en einn eru eðlilegar þar sem starfsmenn geta verið fleiri en stöðugildi.

Það er því ljóst að svörun er mjög ójöfn eftir skólum. Hluti skýringarinnar kann að vera að póstkerfi skólanna eru ólík og könnunin hefur verið mislíkleg til að festast í rulspóstvörnum. Í öllu falli er gefur mikill mismunur í þátttöku eftir skólum tilefni til að taka niðurstöðum sem byggja á svörum kennara og leiðbeinenda með fyrirvara.

Einhver svör bárust frá flestum skólum sem könnunin var send á. Að minnsta kosti eitt svar frá kennurum og/eða skólastjórnendum barst frá 151 skóla.

Spurningum um starfsemi skólans í heild var í flestum tilfellum beint til skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Svör frá að minnsta kosti einum svaranda sem flokkar sig sem skólastjórnanda bárust úr 118 skólum. Skólarnir þar sem stjórnendur svöruðu voru samtals með um 36167 nemendur árið 2018. Alls voru 45904 grunnskólanemendur á Íslandi árið 2018 þannig að ef hlutfallsleg skipting nemenda á milli skóla hefur ekki breyst mjög mikið eru í könnuninni svör frá stjórnendum skóla sem um 79% íslenskra grunnskólanema sækja.

Svarhlutfall við einstökum spurningum

Þessi könnun var tiltölulega löng og svarbyrði virðist hafa verið of mikil. Brottfall á einstökum spurningum getur verið mikið. Í þessu vefforriti getur notandinn ráðið hvort vöntunargildi eru með á töflum og myndum. Mælt er með að notendur athugi brottfall og hafi til hliðsjónar við túlkun.

Stundum veltur það á svari við fyrri spuringum hvort tiltekin spurning birtist. Það sést í vefforritinu hversu margir svarendur hefðu átt að svara tiltekinni spurningu og þær spurningar sem birting veltur á eru taldar upp neðst á skjánum

Vigtun

Svör kennara, sérkennara og leiðbeinenda er aðeins hægt að skoða óvigtuð. Svör skólastjórnenda er hægt að skoða einingarvigtuð þannig að stjórnendur í sama skóla hafa samanlagða vigt 1. Slík vigtun getur verið eðlilegri þegar spurningin snýr að starfsemi skólans frekar en svarandanum sjálfum. Vigtir eru reiknaðar fyrir hverja spurningu fyrir sig.