Spurning:




Niðurstöður úr könnun meðal háskólastarfsmanna á haustönn 2020


Veljið spurningu úr töflunni hér fyrir neðan. Niðurstöður birtast þá á flipunum.

Haustönn 2020

Hlaða niður



Vorönn 2020

Hlaða niður

Um framkvæmd

Könnunin er tölvupóstkönnun. Fyrsta beiðni um þátttöku var send út 10. desember 2020 og fjórir eftirfylgdarpóstar voru sendar út síðar. Könnunin var opin til 19. janúar 2021.

Könnunin var send á 1586 netföng sem skráð eru á starfsmenn (fastráðna akademíska starfsmenn, starfsmenn stjórnsýslu, aðjúnkta, doktorsnema á launaskrá og nýdoktora) Háskóla Íslands hjá mannauðssviði Háskólans. Svör bárust frá 738 netföngum. Svarhlutfall var því um 47%.

Rétt er að hafa í huga að sumir starfsmenn eru skráðir fyrir fleiri en einu netfangi og að í starfsmannaskrá var einhver fjöldi einstaklinga sem ekki voru virkir í starfi.

Ekki er með góðu móti hægt að greina svarhlutföll eftir undirhópum þar sem undirhópar skarast nokkuð. Þannig er til dæmis ekki óalgengt að starfmenn séu aðjúnktar og starfsmenn stjórnsýslu eða starfi á fleiri en einu fræðasviði. Upplýsingar um starf og starfsvettvang svarenda byggja aðeins á svörum við spurningum í könnuninni og er ekki endilega í fullu samræmi við skrá mannauðssviðs.

Samtals voru 53 spurningar með svarmöguleikum í könnuninni. Þó voru ekki allar spurningar lagðar fyrir alla svarendur heldur var fyrirlögn spurninga í sumum tilvikum háð fyrri svörum. Spurningar um kennslu voru til dæmis aðeins lagðar fyrir svarendur sem svöruðu því játandi að kennsla væri hluti af starfi þeirra við Háskóla Íslands. Spurningar um samþættingu barnauppeldis og heimavinnu voru aðeins lagðar fyrir þá svarendur sem sögðust eiga börn og svo framvegis. Fjöldi svarenda við hverri spurningu er því nokkuð breytilegur.

Auk spurninga með svarmöguleika var nokkur fjöldi opinna spurninga í könnuninni. Þau svör verða ekki birt en greining á þeim verður birt annarstaðar.